Fréttir


  • IMG_2055

3.5.2012

Erindi og sjónvarpsupptökur af Samráðsfundi 2012

Samráðsfundur Skipulagsstofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaganna var haldinn 26. og 27. apríl 2012 í safnaðarheimili Oddakirkju, Hellu, Rangárþingi ytra.
  IMG_2055

Alls tóku 59 manns þátt á fundinum. Fulltrúar sveitarfélaga voru nokkuð færri en hafa verið á samráðsfundum fram að þessu, en 39 manns fylgdust með sjónvarpsútsendingu frá fundinum yfir netið í einn eða annan tíma. Góður rómur var gerður að erindunum og spunnust nokkrar umræður í framhaldi.

Sjónvarpsútsending: Hægt er að sjá sjónvarpsútsendinguna heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

Dagskrána má sjá hér. Hægt er að hlaða niður PDF eintökum af erindunum með því að smella á viðkomandi tengla sem eru hér að neðan. 

Erindi á samráðsfundinum:

Opnun fundar - Stefán Thors, Skipulagsstofnun

Landsskipulagsstefna, staða skipulagsmálaEinar Jónsson, Skipulagsstofnun

"Veðjað á vöxt" – byggðaþróun á stór-höfuðborgarsvæðinuÁsdís Hlökk Theodórsdóttir, Háskólanum í Reykjavík

Viðfangsefni skipulags og landnotkunarflokkarHafdís Hafliðadóttir, Skipulagsstofnun

Þróun mannfjölda, íbúða, orkunotkun og skipulagBjörn Marteinsson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Deiliskipulag og bótaskylda sveitarfélagaTrausti Fannar Valsson, Háskóli Íslands

Breyting á lögum um mat á umhverfisáhrifumRut Kristinsdóttir, Skipulagsstofnun 

Útgáfa framkvæmdaleyfa með hliðsjón af lagabreytingumErna Hrönn Geirsdóttir, Skipulagsstofnun

Sóknaráætlanir landshluta og svæðisskipulagGuðjón Bragason, Samband íslenskra sveitarfélaga

Aðgerðir gegn utanvegaakstri og tengsl við skipulagSesselja Bjarnadóttir, umhverfisráðuneyti

Helstu viðfangsefni og áherslur í skipulagsmálumValtýr Valtýsson, Samband íslenskra sveitarfélaga

Lýsing fyrir gerð skipulagsMálfríður Kristiansen, Skipulagsstofnun

Skipulag og framkvæmd landeignaskrárTryggvi Már Ingvarsson, Þjóðskrá Íslands

Sameiginleg skipulagsnefnd og sameiginlegur skipulagsfulltrúiTorfi Jóhannesson, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi