Fréttir


  • Torgid2022_forsida_1657278580981

8.7.2022

Torgið - fyrsta tölublað ársins komið út

Torgið, fréttabréf Skipulagsstofnunar, er komið út. Um er að ræða fyrsta tölublað ársins 2022. Í þessari sumarútgáfu kennir ýmissa grasa eins og venjulega. Fréttabréfið kemur út tvisvar á ári og er ætlað að miðla upplýsingum um starf Skipulagsstofnunar og kynna um leið nýjungar og fagleg efni á sviði skipulagsmála.

Að þessu sinni er Torgið helgað fyrstu tillögum að strandsvæðisskipulagi fyrir Austfirði og Vestfirði. Er það í fyrsta sinn í skipulagssögu Íslands sem settar eru fram tillögur að skipulagi fjarða og flóa. Einnig er sagt frá vinnu við Skipulagsgáttina, landfræðilegri gagna- og samráðsgátt um skipulag, umhverfismat og framkvæmdir. Skipulagsstofnun hefur það hlutverk að setja upp og annast rekstur gáttarinnar en sú vinna er nú í fullum gangi. Skipulagsgáttin kemur til með að verða starfrækt frá árslokum 2022. Skyggnst er bak við tjöldin hjá Reykjavíkurborg þar sem er unnið að leiðbeiningum um birtuskilyrði og gæði á dvalarstöðum og í íbúðarhúsnæði. Að lokum er það Skipulagsglugginn, þar sem skoðuð eru áhugaverð skipulagsverkefni. Skógarböðin í Eyjafirði urðu fyrir valinu að þessu sinni. 

Hér er hægt að lesa Torgið - fréttabréf Skipulagsstofnunar .